TÖL201G Stærðfræði og reiknifræði, vor 2018


Yfirlit yfir námskeið

Í námskeiðinu er fjallað um grunnatriði í línulegri algebru, vigra, fylki, lausn línulegra jöfnuhneppa og aðhvarfsgreiningu ásamt hagnýtingu í gervigreind, myndgreiningu ofl. Reiknifræðileg forritun í Python.

Eftir að hafa lokið námskeiðinu á nemandi að

Námsáætlun

Vika Kaflar Efni
1 1,2Kynning á námskeiði, vigrar og línuleg föll
2 2, 3Aðhvarfsgreining, norm og fjarlægðir
3 4, 5Þyrpingagreining, línulega óháðir vigrar
4 6, 7Fylki og fylkjaaðgerðir
5 8, 10Fylkjamargföldun og andhverfur
6 11, 12Andhverfur og minnstu fervika verkefni
7 13Minnstu fervika verkefni og aðhvarfsgreining
8 14Minnstu fervika verkefni og flokkun
9 15Minnstu fervika verkefni með mörgum markföllum
10 Samantekt námsefnis og umræður um próf

Kennslubók: Introduction to Applied Linear Algebra – Vectors, Matrices, and Least Squares eftir Stephen Boyd and Lieven Vandenberghe.

Bókin er aðgengileg á vefnum án endurgjalds.


Námstilhögun

Fyrirlestrar eru á fimmtudögum 10:00 - 12:20 í N-132 í Öskju.

Dæmatímar:

Í fyrirlestrum verða lögð fyrir stutt verkefni sem nemendur skila í lok tímans. Dæmatímar verða einu sinni í viku, tvisvar 40 mínútur í senn. Í tímum verður farið yfir heimaverkefni og dæmi leyst á töflu. Heimaverkefni verða lögð fyrir á föstudögum og á að skila þeim viku síðar.

Aðalkennari: Steinn Guðmundsson (steinng@hi.is). Aðsetur: Herbergi 212 í Tæknigarði (sími 525 4738).

Námsmat

Samanlögð einkunn sex bestu heimaverkefna gildir sem 25% af lokaeinkunn. Hópverkefni gildir 10%, fyrirlestraverkefni 5% og lokapróf 60%. Þó verður að ná einkunninni 5 á lokaprófinu einu sér, auk þess að ná þeirri einkunn samanlagt, til þess að standast námskeiðið.

Engin hjálpargögn eru heimiluð í prófinu. Það er ekki mætingarskylda í fyrirlestra eða dæmatíma en til að öðlast próftökurétt í námskeiðinu þarf nemandi að hafa skilað a.m.k. 3 heimaverkefnum af fyrstu 5 og hlotið að lágmarki 5.0 í meðaleinkunn fyrir 3 bestu verkefnin. Þeir sem ekki uppfylla þetta skilyrði verða sjálfkrafa skráðir úr námskeiðinu.

Námskeiðsvefur

Tilkynningar, heimaverkefni, ítarefni ofl. verður sett á vef sem kallast Piazza. Almennum fyrirspurnum um námskeiðið og efni þess (t.d. heimaverkefni) verður svarað á Piazza. Mikilvægt er að skoða vefinn reglulega. Nemendur skrái sig á piazza.com/hi.is/spring2018/rei201g. Fyrst þarf að velja ''Spring 2018'', haka við "Join as Student" í REI 201G, smella á "Join Classes" og loks gefa upp HÍ tölvupóstfang (sendið póst á steinng@hi.is ef þið lendið í vandræðum með skráningu).

Samvinna nemenda og skil heimadæma

Nemendur eru hvattir til þess að ræða saman um námsefnið sín á milli, t.d. með því að hittast reglulega í 2ja - 4ra manna hópum. Þeir nemendur sem vinna að lausn heimadæma með öðrum þurfa alltaf að skrifa upp og skila inn sinni eigin lausn. Þeir þurfa ennfremur að tilgreina með hverjum var unnið að lausn verkefnisins.

Það er óheimilt að fá lausnir hjá öðrum, afrita lausnir eða láta aðra fá lausnina sína. Ef kennari verður var við afritaðar lausnir mun hann lækka einkunn fyrir viðkomandi verkefni. Hikið ekki við að leita til kennara ef þið eruð í vafa um hvað telst eðlileg samvinna og hvað ekki.

Lausnir á heimaverkefnum eiga að vera læsilegar og þær á að merkja nafni nemanda og tölvupóstfangi. Ekki verður tekið við illlæsilegum eða hroðvirknislega unnum lausnum og ekki er tekið við lausnum sem berast of seint.

Ef nemandi telur að mistök hafi verið gerð við yfirferð verkefnis getur hann beðið um endurmat á því. Í slíkum tilvikum þarf að skrifa stutta lýsingu á því hvað nemandinn telji vera rangt gert í yfirferð, hefta skýringuna við verkefnið og skila til dæmakennara. Frestur til að gera athugasemdir er ein vika frá því að að yfirförnu verkefni var skilað til baka.