REI506M Inngangur að djúpum tauganetum, haust 2022


Yfirlit yfir námskeið

Í þessu námskeiði er fjallað um djúp tauganet og helstu aðferðir tengdar þeim. Meðal annars verða kynnt net og aðferðir fyrir mynd-, hljóð- og textagreiningu. Fjallað er um helstu atriði sem liggja til grundvallar djúpum tauganetum en jafnframt er lögð áhersla á hagnýtingu lausna. Námskeiðinu lýkur með verkefni.

Að loknu þessu námskeiði á nemandi að

Námsáætlun

Vika
1 Kynning á námskeiði, studdur lærdómur, marglaga tauganet
2 Þjálfun tauganeta , bestun, reglun, afturbreiðslureikniritið
3 Földunarnet fyrir myndir og tímaraðir
4 Földunarnet, lærdómsyfirfærsla
5 Endurkvæm net og runulíkön
6 Athygli og umbreytingarlíkön
7 Mállíkön
8 Mállíkön
9 Fjölhátta líkön
10 Lokapróf
11 - 13 Verkefnavinna
14 Kynning á lokaverkefni

Kennslubók:

Bókin er aðgengileg á netinu án endurgjalds.

Námstilhögun

Stundaskrá:

Í fyrirlestrum verða lögð fyrir verkefni sem nemendur skila síðar sama dag. Verkefnatímar verða einu sinni í viku, tvisvar 40 mínútur í senn. Tímarnir verða notaðir til að vinna að lausn heimaverkefna og síðar lokaverkefninu. Heimaverkefni verða lögð fyrir á föstudögum og á að skila þeim á viku síðar.

Kennari: Steinn Guðmundsson (steinng@hi.is). Aðsetur: Gróska, 3. hæð (sími 525 4738).

Námsmat

Til að standast námskeiðið þarf að ná einkunninni 5 á lokaprófinu einu sér, auk þess að ná þeirri einkunn samanlagt. Nemendur í meistaranámi þurfa að ná að lágmarki 6 á prófi og í lokaeinkunn.

Það er ekki mætingarskylda í fyrirlestra eða verkefnatíma en til að öðlast próftökurétt í námskeiðinu þarf nemandi að hafa skilað fjórum af fyrstu sex heimaverkefnunum til þess að fá að halda áfram í námskeiðinu eftir 7. viku. Þeir sem uppfylla ekki þetta skilyrði verða sjálfkrafa skráðir úr námskeiðinu.

Námskeiðsvefur

Canvas verður notað til að halda utan um kennsluefni námskeiðsins, öll dæmi og lausnir á þeim. Ed verður notað fyrir tilkynningar, allar umræður og fyrirspurnir, þ.á.m. spurningum sem kunna að vakna um heimaverkefni. Því er mikilvægt að fylgjast reglulega með Ed-vefnum.

Forkröfur

Gert er ráð fyrir að nemendur hafi þekkingu á grunnhugtökum úr línulegri algebru og stærðfræðigreiningu, sér í lagi afleiðum og reikningum með fylkjum og vektorum. Það er auk þess gert ráð fyrir að þeir þekki hugtök úr gagnavísindum á borð við studdan lærdóm, flokkara, aðhvarfsgreiningu og hvernig gæði spálíkana eru metin. Forritunarmálið Python verður notað við lausn á verkefnum. Nemendur sem hafa ekki notað Python en hafa haldgóða þekkingu á öðrum forritunarmálum á borð við Java, C eða Matlab ættu að vera fljótir að tileinka sér Python.

Samvinna nemenda og skil heimadæma

Nemendur eru hvattir til þess að ræða saman um námsefnið sín á milli. Þeir nemendur sem vinna að lausn heimaverkefna með öðrum þurfa alltaf að skrifa upp og skila inn sinni eigin lausn. Þeir þurfa ennfremur að tilgreina með hverjum var unnið að lausn verkefnisins. Það er óheimilt að fá lausnir hjá öðrum, afrita lausnir eða láta aðra fá lausnina sína. Ef kennari verður var við afritaðar lausnir mun hann lækka einkunn fyrir viðkomandi verkefni. Hikið ekki við að leita til kennara ef þið eruð í vafa um hvað telst eðlileg samvinna og hvað ekki. Lausnir á heimaverkefnum eiga að vera læsilegar og þær á að merkja með nafni nemanda og tölvupóstfangi. Ekki verður tekið við illlæsilegum eða hroðvirknislega unnum lausnum og ekki er tekið við lausnum sem berast of seint. Verkefnum er skilað gegnum Gradescope. Ef nemandi telur að mistök hafi verið gerð við yfirferð verkefnis getur hann beðið um endurmat á því. Í slíkum tilvikum þarf að skrifa stutta lýsingu á því hvað nemandinn telji vera rangt gert í yfirferð. Frestur til að gera athugasemdir er ein vika frá því að að yfirförnu verkefni var skilað til baka.